Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3100 svör fundust

Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Í svari ykkar við spurningunni Eru tölvuleikir vanabindandi? þann 14.02. kemur fram að breyta þurfi aðstæðum "fíkilsins" kerfisbundið. Hvernig ber að skilja það? Á t.d. að hindra aðgang viðkomandi að tölvuleikjum? Eða hvað á að gera? Svar óskast.Spurningin vísar í eftirfarandi o...

Nánar

Hver er fræðilega skýringin á því hvar hringur endar og byrjar?

Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að vita hvernig hringur er skilgreindur. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig skilgreinir maður hring? segir svo:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist...

Nánar

Hver var Marcus Garvey?

Marcus Moziah Garvey var blökkumannaleiðtogi og skipulagði fyrstu þjóðernishreyfingu blökkumanna í Ameríku sem eitthvað kvað að. Hann var fæddur 17. ágúst 1887 í St. Ann’s Bay á Jamaíku. Á unga aldri ferðaðist hann um Mið-Ameríku og Evrópu en hann bjó í London á árunum 1912-1914. Þá sneri hann aftur til Jamaíku o...

Nánar

Hvernig framleiðir hrökkáll rafmagn?

Rafvirkni í frumum Afar algengt er að ekki séu jafnmargar jákvæðar- og neikvæðar rafhleðslur sitt hvorum megin við frumuhimnur í frumum lífvera. Þessi munur á hleðslum leiðir til þess að spennumunur er yfir frumuhimnurnar og er sú hlið frumuhimnunnar sem snýr inn í frumuna alltaf neikvæð miðað við ytra borð frum...

Nánar

Hvernig er rafmagn búið til með jarðhita?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig virka jarðvarmavirkjanir? Hvernig er raforka framleidd með jarðhita? Jarðvarmavirkjanir framleiða rafmagn með gufu sem sótt er í jarðskorpuna. Margar þeirra framleiða einnig heitt vatn þar sem það kemur oft með gufunni upp á yfirborðið. Djúpar holur eru boraðar á jarð...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í nóvember 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör nóvembermánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð? Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxu...

Nánar

Hvar endar heimurinn og hvernig er hann eiginlega í laginu?

Margir hafa áhuga á að vita hvað heimurinn er stór, hvort hann endi einhvers staðar og hvernig alheimurinn er eiginlega í laginu. Í svari við spurningunni Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars segir þar að alheimurinn geti bæði verið endanlegur og endala...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Helga Jónsdóttir rannsakað?

Anna Helga Jónsdóttir er tölfræðingur sem stundar rannsóknir á vefstuddri kennslu. Hún gegnir stöðu dósents í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og hefur áhuga á ýmis konar líkanagerð, sér í lagi á sviði kennslumála. Helstu rannsóknarverkefni Önnu Helgu undanfarin ár snúa að rannsóknum á stærðfræði- og ...

Nánar

Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?

Austur er höfuðátt í kristinni trú. Það var gamall siður að þegar fólk var komið á fætur að morgni dags gekk það út undir bert loft, sneri sér til austurs og signdi sig. Kallaðist þetta að sækja daginn. Í kirkjugörðum vísa grafir einnig í austur og vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri. Á sama hátt hafa...

Nánar

Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?

Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með na...

Nánar

Hver var Geronimo?

Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...

Nánar

Fleiri niðurstöður